Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðileg jól elsku allir

Gleðileg jól, já það má segja það.  Við erum búin að hafa það æðislega gott hérna heima um jólin.  Ekkert stress og mikill matur.  Byrjuðum í skötuveislu í Álaborg hjá Mallý og Steina, vorum svo í rólegheitum heima á aðfangadag.  Lilja og Siggi komu í mat á jóladag og annan í jólum vorum við hjá farmor og farfar í fjölskylduboði.  Núna er René að vinna og ég bara í rólegheitum heima með börnin.  Ég ætla að vera duglegri að skrifa hérna inná síðuna mína, en aðallega fyrir ömmu og afa á Íslandi...og þau öll heima.  Það verður að vera hægt að fylgjast með okkur hérna í DK, náttúrulega að verða komin tíu ár síðan við fluttum frá Íslandi.

Kveðja

Dóra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband