Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Nú má alveg fara að kólna....

Jæja elskurnar mínar.  Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin ansi þreytt á hitanum hérna...núna getur maður hvergi verið vegna þess að í sólinni er það of heitt og í skugganum verður maður þakinn af þessum litlu kæru þrumuflugum!! Þetta er hreint og beint no win situation hérna.  En maður má nú ekki kvarta því að maður kvartar líka yfir að það sé of kalt á veturna og of mikil rigning á vorin...of grátt á haustin...bíddu, hvað er í gangi!! Ég er hætt að kvarta yfir sumrinu líka, þetta er frábær árstími og ég brosi breitt héðan af. 

Börnin eru farin í háttinn og René fór að ná í stelpurnar okkar (allar fjórar) í Faarup Sommerland, svo ég nýt þess bara núna að vera pínu ein heima, það gerist nefnilega ekki oft.  Vona að allir hafi það gott, hvort sem það er í 30 stiga hita hérna í Danmörku eða 2ja stiga hita á Fróni...hihi!! 

Knús í bili, Dóra.


nýjar myndir...

Kæru vinir.  Ég er komin með nýjan link að myndunum okkar.  Þar getið þið m.a. séð myndaseríur frá fermingunni hennar Viktoríu.  Linkinn finnið þið undir BILLEDER...

 Kveðja, Dóra


Styttist í ágústmánuð...

Allt í einu er júlímánuður að verða búinn.  Þetta er alveg stórmerkilegt hvað tíminn er fljótur að líða.  Ég ætla að drífa í að gera allt sem ég ætlaði mér í þessu sumarfríi svo ég verði búin áður en ég mæti í vinnu aftur.  Annars erum við búin að breyta og bæta hérna í garðinum hjá okkur, þetta er allt að verða voða flott hjá okkur.  Frábært að eiga svona duglegan mann sem kann allt!! Annars var ég í Álaborg hjá henni Lilju minni í dag, það var voða næs, þarf að gera þetta oftar.  Voða lítið annars að frétta af okkur hérna í Tranum....gerist ekki "det helt store" hérna, hihi.  Knús í bili.

PS: Búin að setja nýjar myndir inní albúmið "júlí"....

PS: Der er kommet nye billeder ind i "juli", i mine albummer.

Til mine kære danske venner og familie:  Jeg lover at der kommer snart en blogside på dansk, den skal jeg lige have oprettet...!! Men indtil jeg får det gjort, så må I nøjes med denne her..I får måske ikke så meget glæde af det jeg skriver men I kan da altid kigge på billeder..Adios amigos   


Stóóóór verönd

jæja, þá er ég komin aftur.  Rene er búinn að vera á fullu að rífa niður restina af sólstofunni, og þetta yfirbyggða yfir veröndinni rauk í dag.  Nú skín sólin innum stofugluggana hérna og það er æðislegt.  Búin að bíða lengi eftir því.  Annars erum við bara búin að vera heima og gera eitthvað sniðugt útí garði, í skugga! Ætli maður skreppi ekki bara á ströndina á morgun til að kæla sig aðeins niður.  Kíkið endilega á nýjustu myndirnar, ég er búin að taka fullt af myndum af börnunum, húsinu og svo kíktum við aðeins á Tranum Byfest í gærkveldi...hehe!! Tengdó vissi ekkert af því en allt í einu stóð ég fyrir framan þau og smellti af þeim mynd.  Svo þegar tengdamamma var spurð hver þessi ljósmyndari væri, þá sagði hún: "Hef aldrei séð þessa konu áður..."hihi, hún er húmoristi hún Gunda, og það var mjög gaman að sjá þau í gærkveldi.  Jæja, ég ætla að drífa í því að búa mér til aðra blogsíðu, dönsku vinir mínir eru farnir að kvarta yfir að þau skilji ekki hvað ég er að skrifa..! Svo ég er búin að lofa að gera eina á dönsku líka, eða reyna það allavega.  Er ekki svona góð í þessu ennþá...

Knús til ykkar allra frá mér.  Og Lilja...takk fyrir hjálpina með hana Söru í dag, veit ekki hvað ég myndi gera án þín!!


MA OG PA

Elsku foreldrar.  Þið eruð væntanlega að kíkja á síðuna núna, þessar línur eru spes skrifaðar fyrir ykkur!! Takk fyrir gjöfina, Sara var jafnspennt og ég að sjá hvað þetta væri.  Ég var rosa ánægð og setti strax lyklana mína á þessa fínu íslensku lyklakippu...Takk aftur!!  Núna er ég bara að bíða eftir að klukkan verði aðeins pínu meira svo ég geti hringt í ykkur.. Knús frá Dóru

Kaupmannahöfn

Jæja, við fórum til Kaupmannahafnar í gær að ná í hana Söru Margréti!! Það var æðislegt að sjá hana aftur.. Við fórum í Fields til að eyða smá pening, og ég get sagt ykkur það að það er mjööööög auðvelt að eyða fullt af peningum þar inni.  Við skemmtum okkur konunglega og ég er ekki að ljúga þegar ég segi ykkur að við náðum að kíkja í allar búðirnar í Fields.  Held það séu um 120 búðir þar...að mig minnir.  Svo keyrðum við heim um áttaleytið í gærkveldi og vorum komin um eitt.  Allir voru uppgefnir svo við fórum beint í háttinn.  Mér fannst Fields ekki vera neitt sérstaklega flott, það er mjög stórt auðvitað en þar af leiðandi hálf kuldalegt.  Ég myndi frekar mæla með Fisketorvet, það er mikið huggulegra þar inni.  En við áttum samt sem áður frábæran dag í gær, og læt ég þetta duga núna.  Knús og kossar til allra ykkar sem lesa þetta...og hinna líka!!

Ps: við eigum því miður engar myndir frá gærdeginum, en það er af því að myndavélin sem við pöntuðum um daginn er ekki komin enn...


Nýir bloggarar....

Hæ öll.  Vil bara vekja athygli á nýjustu bloggurunum hérna í familíunni, það er Siggi, Sara og Guðrún Lilja.  Kíkið endilega á síðurnar þeirra!! Linkarnir þeirra eru hérna til vinstri..

Knús í bili, ég ætla að fá mér kaffisopa úti, ef ég finn góðan stað í garðinum þar sem er SKUGGI!!! frekar heitt í dag.


Bráðum kemur Sara mín heim aftur..

Elsku dúllan mín.  Við hlökkum rosalega mikið til að fá þig heim aftur, en vonandi hefurðu notið þess að vera í fríi á Íslandi.  Knús mamma!!  Þetta voru nokkrar línur til hennar Söru minnar, sem er á Íslandi þessa dagana hjá pabba sínum.  Það getur orðið of hljóðlátt hérna heima stundum þegar hún er ekki heima.. það finnst okkur öllum!!

Ég skrifa meira þegar við erum búnar að vera í Fields í köben, og læt ykkur vita hvernig það er!! Hef heyrt að þetta sé mjög stórt, en ætli maður komist ekki í gegnum flestar búðirnar, við erum náttúrulega með megashopparann Viktoríu með okkur!! Hún hjálpar okkur.


Komin aftur

Jæja, þá er ég komin aftur... fann ekki bloggsíðuna mína, en nú læri ég þetta vonandi...hihi

Ég er að fara að fjárfesta í digital myndavél, svo bráðum koma fullt af myndum af okkur sem fjölskyldan heima á Íslandi getur notið góðs af.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband