Eitt blogg fyrir ísland og eitt fyrir Danmörk.
14.8.2008 | 17:20
Er ekki langsniðugast að hafa eitt blogg á íslensku, og bara íslensku, og annað á dönsku? Þetta er orðið ansi ruglingslegt hjá mér...og svo kvarta danirnir bara þegar ég skrifa á íslensku. En fyndið samt að íslendingarnir kvarta ekkert þótt ég skrifi á dönsku. Hihi. Ég er að taka til í myndum á tölvunni minni, er að reyna að senda 800 myndir á netinu í framköllun, skil ekkert í því af hverju þetta tekur svo langan tíma. Heilan sólarhring liggur við, svo ég nenni því bara alls ekki. Enga þolinmæði í svona... Svo ég sendi bara 100 myndir í einu, einu sinni á viku...hehe. Næ hvort sem er bara í þetta útí búð, engin spes ferð í hverri viku sko. Nóg í bili, ég skrifa meira bráðum.
Knús Dóra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.