Gleðileg jól elsku allir
27.12.2007 | 09:54
Gleðileg jól, já það má segja það. Við erum búin að hafa það æðislega gott hérna heima um jólin. Ekkert stress og mikill matur. Byrjuðum í skötuveislu í Álaborg hjá Mallý og Steina, vorum svo í rólegheitum heima á aðfangadag. Lilja og Siggi komu í mat á jóladag og annan í jólum vorum við hjá farmor og farfar í fjölskylduboði. Núna er René að vinna og ég bara í rólegheitum heima með börnin. Ég ætla að vera duglegri að skrifa hérna inná síðuna mína, en aðallega fyrir ömmu og afa á Íslandi...og þau öll heima. Það verður að vera hægt að fylgjast með okkur hérna í DK, náttúrulega að verða komin tíu ár síðan við fluttum frá Íslandi.
Kveðja
Dóra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.