Halló aftur

Jæja kæru vinir og vandamenn.  Ég er farin að hlakka ansi mikið til að fara að vinna aftur.  Það er auðvitað ágætt að vera í sumarfríi, en ég held bara að ég fái mér sumarvinnu næsta sumar..Neinei, ég get að sjálfsögðu ekki kvartað, búin að hafa það rosa gott.  Annars er ekkert nýtt að frétta af okkur, ég er bara að undirbúa mig undir vinnuna og René er úti að slá grasið...hihi.  Fyrsta skiptið í þrjár vikur ca, vegna hitans er grasið bara byrjað að visna.  Nema svo kom smá regn og allir fara út og slá!!

Annars fengum við nú gesti í gær.  Fríða, Raggi, Sigga Tóta og Hulda Hlíf komu í heimsókn til okkar og það var æðislega gaman hjá okkur.  Við borðuðum svínasteik og fengum ístertu í eftirrétt!! Það var góður dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jii, hvað ég get verið treg stundum....var með einhverja bandvitlausa slóð á síðuna þína og skildi bara ekkert að ekkert var að gerast á henni....örugglega ekki einu sinni verið þú, sko!! Gaman að "skjá" þig hér, sæta! Knúþþ!

Eydis (IP-tala skráð) 5.8.2006 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband