Nú má alveg fara að kólna....
30.7.2006 | 17:49
Jæja elskurnar mínar. Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin ansi þreytt á hitanum hérna...núna getur maður hvergi verið vegna þess að í sólinni er það of heitt og í skugganum verður maður þakinn af þessum litlu kæru þrumuflugum!! Þetta er hreint og beint no win situation hérna. En maður má nú ekki kvarta því að maður kvartar líka yfir að það sé of kalt á veturna og of mikil rigning á vorin...of grátt á haustin...bíddu, hvað er í gangi!! Ég er hætt að kvarta yfir sumrinu líka, þetta er frábær árstími og ég brosi breitt héðan af.
Börnin eru farin í háttinn og René fór að ná í stelpurnar okkar (allar fjórar) í Faarup Sommerland, svo ég nýt þess bara núna að vera pínu ein heima, það gerist nefnilega ekki oft. Vona að allir hafi það gott, hvort sem það er í 30 stiga hita hérna í Danmörku eða 2ja stiga hita á Fróni...hihi!!
Knús í bili, Dóra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.