Stóóóór verönd

jæja, þá er ég komin aftur.  Rene er búinn að vera á fullu að rífa niður restina af sólstofunni, og þetta yfirbyggða yfir veröndinni rauk í dag.  Nú skín sólin innum stofugluggana hérna og það er æðislegt.  Búin að bíða lengi eftir því.  Annars erum við bara búin að vera heima og gera eitthvað sniðugt útí garði, í skugga! Ætli maður skreppi ekki bara á ströndina á morgun til að kæla sig aðeins niður.  Kíkið endilega á nýjustu myndirnar, ég er búin að taka fullt af myndum af börnunum, húsinu og svo kíktum við aðeins á Tranum Byfest í gærkveldi...hehe!! Tengdó vissi ekkert af því en allt í einu stóð ég fyrir framan þau og smellti af þeim mynd.  Svo þegar tengdamamma var spurð hver þessi ljósmyndari væri, þá sagði hún: "Hef aldrei séð þessa konu áður..."hihi, hún er húmoristi hún Gunda, og það var mjög gaman að sjá þau í gærkveldi.  Jæja, ég ætla að drífa í því að búa mér til aðra blogsíðu, dönsku vinir mínir eru farnir að kvarta yfir að þau skilji ekki hvað ég er að skrifa..! Svo ég er búin að lofa að gera eina á dönsku líka, eða reyna það allavega.  Er ekki svona góð í þessu ennþá...

Knús til ykkar allra frá mér.  Og Lilja...takk fyrir hjálpina með hana Söru í dag, veit ekki hvað ég myndi gera án þín!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: appelsína

Það var svo lítið dóra mín

appelsína, 24.7.2006 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband