Kaupmannahöfn
21.7.2006 | 09:39
Jæja, við fórum til Kaupmannahafnar í gær að ná í hana Söru Margréti!! Það var æðislegt að sjá hana aftur.. Við fórum í Fields til að eyða smá pening, og ég get sagt ykkur það að það er mjööööög auðvelt að eyða fullt af peningum þar inni. Við skemmtum okkur konunglega og ég er ekki að ljúga þegar ég segi ykkur að við náðum að kíkja í allar búðirnar í Fields. Held það séu um 120 búðir þar...að mig minnir. Svo keyrðum við heim um áttaleytið í gærkveldi og vorum komin um eitt. Allir voru uppgefnir svo við fórum beint í háttinn. Mér fannst Fields ekki vera neitt sérstaklega flott, það er mjög stórt auðvitað en þar af leiðandi hálf kuldalegt. Ég myndi frekar mæla með Fisketorvet, það er mikið huggulegra þar inni. En við áttum samt sem áður frábæran dag í gær, og læt ég þetta duga núna. Knús og kossar til allra ykkar sem lesa þetta...og hinna líka!!
Ps: við eigum því miður engar myndir frá gærdeginum, en það er af því að myndavélin sem við pöntuðum um daginn er ekki komin enn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.